Arsenalklúbburinn — 24/07/2015 at 13:44

Fyrsta hópferð tímabilsins!

by

hopferd_Stoke

Jæja kæru félagar

Þá eru ekki nema 15 dagar í að nýtt tímabil byrji. Á þessum dögum á Arsenal eftir að keppa tvo leiki í Emirates Cup og svo gegn Chelsea um góðgerðaskjöldinn/samfélagskjöldinn. Svo tekur alvaran við.

Hún er þó tekin við fyrir nokkru hjá Arsenalklúbbnum, búið er að safna vinningum í innskráningarleik klúbbsins, búið er að panta varning fyrir félagsmenn og búið er að búa til alla gíróseðla.

Einnig hefur verið ákveðið hvaða leiki verður farið á í hópferðir í samstarfi við Gaman Ferðir.

Og það er ekki langt í fyrstu ferð, en það er gegn Stoke City þann 12. september. Allt um ferðina má lesa hér.

Það helsta er þó að þetta er flug með WOW air, þriggja nátta ferð, gist verður á Holiday Inn Regent Park og svo auðvitað það “týpíska”miði á völlinn, rúta til og frá flugvelli og íslensk farastjórn.

Verð til félagsmanna er 109.900 á meðan þeir sem ekki eru í klúbbnum þurfa að borga meira. Nánari upplýsingar veitir Þór Bæring í gegnum póstfangið thor@gaman.is

Stjórnin

Comments

comments