Arsenalklúbburinn — 02/02/2017 at 19:57

Fyrsta hópferð ársins

by

Um að gera að skella sér með klúbbnum á leik Arsenal – Man City!

” Það að heimsækja Emirates Stadium er góð skemmtun. Hvað gerist þegar Manchester City kemur í heimsókn á Emirates Stadium. Þetta verður eitthvað! Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð. ”
Á þessu tímabili verða hópferðir Arsenal-klúbbsins með öðru sniði en færri komast í hverja ferð en það þýðir líka að ferðin verður persónulegri og vonandi fá stuðningsmenn Arsenal meira út úr hópferðinni sinni þannig. Þetta verður eitthvað! Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð.

Verð 
Ferðin kostar 119.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi fyrir félaga í Arsenal-klúbbnum á Íslandi. Innifalið er flug með WOW air, 20 kg taska báðar leiðir, gisting á hóteli með morgunverði í þrjár nætur í London, rútur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og miði á leikinn. Miðar á leikinn verða afhentir í London. Verð fyrir þá sem eru ekki í Arsenal-klúbbnum á Íslandi er 139.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi.

Leikur
Leikur Arsenal og Manchester City fer fram laugardaginn 1. apríl klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara. 

Arsenal-klúbburinn á Íslandi
Gaman Ferðir eru stoltir samstarfsaðilar Arsenal-klúbbsins á Íslandi. Allar upplýsingar um klúbbinn fást á vefsíðunni www.arsenal.is. 

Einstaklingsherbergi 
Það kostar 36.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi.

Kortalán/Netgíró
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til London Gatwick föstudaginn 31. mars 2017 klukkan 06:20.  Flogið er heim á leið mánudaginn 3. apríl klukkan 20:40. Gott að vera mættur út á flugvöll um það bil tveimur tímum fyrir brottför.

Hótel 
Cumberland Hotel**** en það er mjög huggulegt hótel við Oxford Street.

Völlur / Miðar
Heimavöllur Arsenal heitir Emirates Stadium. Næsta lestarstöð við völlinn er Arsenal. Það er misjafnt hvar við fáum úthlutað miðum á leiki Arsenal.

0-0 Trygging
Gaman Ferðir ætla í vetur að bjóða í fyrsta sinn á Íslandi upp á sérstaka 0-0 tryggingu í ferðum sínum. Ef þú kaupir 0-0 tryggingu þegar þú kaupir fótboltaferðina og leikurinn fer 0-0, þá færðu aðra ferð* með Gaman Ferðum til London til að sjá liðið þitt. Nú er sem sagt hægt að tryggja sig sérstaklega fyrir markaleysi í ferðum Gaman Ferða. Þessi einstaka 0-0 trygging kostar 9.900 krónur fyrir hvern einstakling í ferð. Hægt er að skoða skilmála fyrir 0-0 tryggingu Gaman Ferða á vefsíðu okkar undir skilmálar.

Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir þannig að þær birtist á forsíðu Gaman Ferða.

Farangursheimild
Farangursheimild fyrir ferðatösku (20 kg) utan handfarangurs er innifalin í fargjaldinu. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, stærð: 42 x 32 x 25 cm. með handföngum og hjólum, hámark 10 kg. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri.

Hægt er að bóka í ferðina hér.

 

Comments

comments