Uncategorized — 18/03/2012 at 00:30

Fyrrverandi leikmaður hné niður í dag í miðjum leik

by

Fabrice Muamba, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Bolton hné niður á White Hart Lane í dag í bikarleik á 41 mínútu leiksins. Fréttir segja að hjartastopp hafi verið ástæðan og var hann borinn útaf um það bil 10-12 mínútum seinna þegar allt læknalið bæði Bolton og Tottenham höfðu væntanlega náð að gera allt sem þeir gátu gert.  Muamba var síðan fluttur á London Chest Hospital og er hann þar á gjörgæsludeild og enn í lífshættu. Leikurinn var flautaður af og verður væntanlega spilaður seinna.

Ég/Við vonum svo sannarlega að Muamba nái sér að fullu og megi guð vera með honum og hans nánustu ættingjum. Muamba er einungis 23 ára.

Comments

comments