Fyrirliðinn farinn til Bordeaux

Nú er Arsenal búið að staðfesta að Laurent Koscielny sé farinn frá félaginu til Bordeaux í Frakklandi.

Koscielny lék 353 leiki fyrir Arsenal og vann þrisvar sinnum FA CUP með Arsenal. Eins og flestir vita þá neitaði hann að fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð fyrr í sumar en hann vildi fá fría sölu frá liðinu, sem Arsenal var ekki alveg tilbúið að samþykkja þar sem hann átti ár eftir af samningi sínum. En það er allavega gott að þetta mál er útkljáð, getum einbeitt okkur að öðru. Arsenal seldi Koscielny #6 á ca. 5 milljónir punda sem er ca 742 milljónir íslenskra króna og þetta er skiptimynt á leikmanna markaðnum 🙂