Uncategorized — 19/05/2012 at 00:51

Fundurinn með Van Persie

by

Eins og allir Arsenal aðdáendur vita þá fór fyrirliðinn, van Persie á fund með Wenger og Gazidis heima hjá Wenger í gær.

Lítið hefur verið rætt um fundinn en þar sem Persie skrifaði ekki undir í gær, þá eru auðvitað blöðin að fyllast í dag og í kvöld um fréttir þess efnis að Persie vilji ekki skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal.

Persie skrifaði síðast undir samning 2009, þá eftir að hafa komið fram opinberlega og beðið Arsenal um að sýna meiri metnað á félagaskiptamarkaðnum. Síðan þá hefur hver stórstjarnar horfið á braut og síðasta sumar þegar rétti tíminn var að sýna Persie hver stefnan hjá klúbbnum var þá seldu þeir Cesc, Nasri og Clichy! Allt fór í baklás hjá Persie og hann sagðist ekki ætla að skrifa undir fyrr en í fyrsta lagi eftir tímabilið. Eins og síðustu árin þá  unnum við engan titil. Í janúar þegar við áttum við mikil meiðslavandræði að stríða þá var ekkert gert til að styrkja hópinn og í febrúar var leikmaður lánaður frá Arsenal. Þegar enginn möguleiki var að fá annan í staðinn.

Eins og allir Arsenal aðdáendur vita þá fór fyrirliðinn, van Persie á fund með Wenger og Gazidis heima hjá Wenger í gær.

Hvað er Persie að hugsa núna? Hvað vill hann? Meiri peninga, bull fjárhæðir, titla, aðra áskorun í öðru landi? Við vitum það ekki, en það er mikið hægt að lesa út frá hegðun.

Eftir síðasta heimaleik Arsenal á þessu tíambili þá fóru leikmenn heiðurshring og þökkuðu aðdáendur fyrir tímabilið. Þetta var allt búið klukkan 15:00 enda hádegisleikur en Persie var þarna alveg til klukkan 18:00. Hann lét taka myndir af sér á öllum stöðum vallarins, inn á vellinum og með skilti merkt sér í bakgrunninum. Hann lék sér aðeins á vellinum með stráknum sínum og svo voru teknar myndir af fjölskyldunni hans á ákveðnum stöðum auk þess sem hann tók mynd af sér með flest öllu starfsólkinu á staðnum.

Má alveg túlka þetta sem hegðun hjá leikmanni sem veit að hann er ekki að fara að koma þangað aftur.

Eiginkona Persie hefur verið honum til halds og traust allan tímann á Englandi en hún hefur aldrei mætt á útileik sem ekki er í London. Hún var hins vegar á leiknum gegn WBA, með Ivan Gazidis og öðrum stjórnarmönnum í einkastúku.

Þetta má túlka sem trygg eiginkona sem vill sjá eiginmanninn sinn spila sinn síðasta leik fyrir Arsenal.

Ég veit ekki hvernig gekk á þessum fundi en, miðað við þetta þá held ég að þessi fundur hafi ekki snúist um annað en að Wenger og Gazidis voru að reyna að telja Persie trú um það að vera áfram þó hann sé greinilega búinn að ákveða annað.

Comments

comments