Uncategorized — 24/06/2013 at 14:02

Fundargerð aðalfundar Arsenalklúbbsins 2013

by

arsenal_iceland

Hér fyrir neðan má sjá fundargerðina frá því á aðalfundi Arsenalklúbbsins á Íslandi árið 2013.

 

Aðalfundur Arsenalklúbbsins á Íslandi, haldinn laugardaginn 25. maí  2013, kl. 15:00 í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi.

Mættir voru stjórn og 14 gestir.

Dagskrá:

  1. Formaður setti fund kl. 15.05. Byrjaði á að bjóða fundarmenn velkomna og stakk upp á Sigurði Hilmari sem fundarstjóra og Þorgrími sem fundarritara. Samþykkt samhljóða.
  2. Skýrsla stjórnar.  Sigurður formaður stiklaði á stóru í starfi klúbbsins síðastliðið starfsár.  Í máli hans kom m.a. fram að fyrri hluti starfsársins einkenndist talsvert af því að klúbburinn fagnaði 30 ára starfsafmæli.  Farið var í 240 manna afmælishópferð í október, sem heppnaðist einstaklega vel.  Einnig var haldið upp á afmælið í Ölver um miðjan október þar sem um 200 félagar mættu.  Stjórnin hélt u.þ.b. 12 fundi á starfsárinu, fjármálin standa vel og félagafjöldin er stöðugur.  Skýrsla stjórnar var einróma samþykkt.
  3. Skýrsla gjaldkera.  Kjartan Fr. Gjaldkeri Arsenalklúbbsins fór yfir ársreikning klúbbsins tímabilið 2012-2013.  Í máli hans kom fram að staða klúbbsins er mjög góð, þó að tap hafi verið á rekstrinum þetta tímabil, sem helgaðist eingöngu af því að ákveðið var að halda vel upp á afmælisárið.  Þrátt fyrir það er staða reikninga réttum megin við núllið.  Reikningar síðan lagðir fram og samþykktir.
  4. Breytingar á lögum.  Engar lagabreytingar voru lagðar fram.
  5. Kosning formanns.  Sigurður Enoksson var einn í kjöri og því endurkjörin sjálfkrafa til tveggja ára.
  6. Kosning tveggja stjórnarmanna.  Sigurður Ingi Svavarsson og Kjartan Fr. Adólfsson voru einir í kjöri og því sjálfkrafa endurkjörnir í stjórn til tveggja ára.

Kosning tveggja varamanna til eins árs:  Í framboði voru Magnús Haraldsson og Ásgerður Steinþórsdóttir og því sjálfkrafa körnir varamenn.

  1. Ákvörðun félagsgjalda.  Stjórnin leggur til óbreytt félagsgjald tímabilið 2013-2014  Tillaga samþykkt samhljóða.
  2. Kosning skoðunarmanns reikninga.  Arnar Gíslason gefur kost á sér.  Samþykkt.
  3. Önnur mál:  Kjartan Björnsson fyrsti formaður klúbbsins flutti langa tölu um hin ýmsu m.a. sögu klúbbsins og aðkomu sína á upphafsárunum.

Kjartan Fr. gjaldkeri svaraði ýmsum aðfinnslum og rangfærslum Kjartans Björnssonar og fór yfir ýmis mál.

Kjartan Björnsson svaraði aftur og sagðist vilja skýra betur hvað hann hefði átt við.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.10.

 

Þorgrímir Hálfdánarson, ritaði fundargerð.

Comments

comments