Uncategorized — 30/12/2014 at 22:27

Fréttir fyrir Southampton: Rosicky og Walcott með

by

Arsenal-v-AC-Milan-Tomas-Rosicky-goal2_2729435
,,Tomas Rosicky kemur aftur í hópinn eftir að hafa verið hvíldur á sunnudag”

Arsene Wenger knattspyrnustjóri sat fyrir svörum fyrir leik Arsenal gegn Southampton á nýársdag.

Theo Walcott var í hópnum sem lagði West Ham 2-1 á sunnudaginn og verður áfram í hópnum. Wenger segir að hann sé orðinn góður líkamlega en skorti leikform.

Tékkinn Tomas Rosicky kemur aftur inn í hópinn en hann var hvíldur á sunnudag.

Aðra sögu er að segja af Danny Welbeck sem sagður er tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla í læri.

Wenger ætlar að vera varkár vegna lærismeiðsla Aaron Ramsey þar sem hann fékk bakslag í meiðsli sín í fyrra.

Alexis Sanchez þarf ekki hvíldina en Wenger talar um að Alexis sé leikmaður sem er með einstaklega hraða og náttúrulega endurheimt og hefur fullt af orku.

Olivier Giroud tekur enn út leikbann eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Queens Park Rangers þann 26. desember.

,,Við erum að fara til Southampton sem verður annar leikur en gegn West Ham og mun krefjast mikillar ákefð og einbeitingar, svo að ég verð að athuga hvernig leikmenn hafa náð endurheimt eftir að hafa spilað tvo leiki með tveggja daga millibili” sagði Wenger.

,,Breytingar á liðinu er viðkvæmt umræðuefni þar sem það getur valdið óstöðugleika liðsins svo að þú verður að finna réttar kringumstæður til að breyta liðinu. Í heildina viltu halda ákveðnu jafnvægi í liðinu en einnig viltu hafa leikmenn eins ferska og kostur er í stöðum sem leikmenn eru þreyttir”

Ritari – Eyþór Oddsson

Comments

comments