Uncategorized — 23/01/2013 at 22:22

Frábær sigur gegn West Ham

by

Giroud_vs_WHUFC

Arsenal tók í kvöld á móti West Ham, frestuðum leik frá því annan í jólum.

Ekki byrjaði þetta vel fyrir Arsenal því West Ham komst yfir með marki eftir hornspyrnu. Arsenal vöknuðu hins vegar til lífsins strax eftir þetta og jafnaði besti maður vallarins, Lukas Podolski metin nokkrum mínútum síðar.

Á 12 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks þá skoraði Arsenal 4 mörk, Giroud 2, Cazorla 1 og Walcott 1. Staðan því orðin 5-1 áður en West Ham vissu að leikurinn væri hafinn á ný.

Alvarleg meiðsl urðu svo þegar korter var eftir af leiknum. Potts, 18 ára gutti missti meðvitund og var lengi verið að hlúa að honum. Leikurinn komst aldrei á flug eftir þetta en það eru stigin þrjú sem telja og þau eru okkar.


Arsenal vs West Ham 5:1 GOALS HIGHLIGHTS by UCL2410

linuparswestham statsarswestham

SHG

Comments

comments