Uncategorized — 15/03/2015 at 00:45

Frábær sigur gegn West Ham

by

Giroud

Arsenal var í banastuði gegn West Ham United fyrr í dag og unnu leikinn með þremur mörkum gegn engu.

Það voru Olivier Giroud, Aaron Ramsey og varamaðurinn Mathieu Flamini af öllum mönnum sem skoruðu mörkin.

Þetta var góð frammistaða. Við stýrðum leiknum í fyrri hálfleik, sköpuðum mörg færi en áttum erfitt með að skora. Í seinni hálfleik fannst mér okkur skorta orku í smástund og West Ham voru betri á þeim tíma. Í lokahluta leiksins vorum við hættulegir og gátum skorað. Við urðum að vera þolinmóðir, skipulagðir og stöðugir.

Við erum ekki í titilbaráttu þessa stundina en við verðum bara að halda áfram. Við höfum unnið átta af síðustu níu og við erum sterkari í dag en í upphafi tímabils. Við misstum aðeins úr því við unnum bara einn leik af fyrstu sex og í dag erum við annað lið. Við áttum erfitt í fyrstu leikjunum eftir HM þegar leikmenn komu til baka og voru hreinlega ekki tilbúnir að spila.

Við förum nú til Monaco, við komum úr góðri viku því við unnum Manchester United og unnum London slaginn í dag og við þurfum að hafa trú á okkur og undirbúa okkur vel. Það gerum við og svo sjáum við til.

Ef þú trúir ekki á að þú getir komist áfram í átta liða úrslit, þá áttu ekki séns. Við verðum að trúa því að við getum það og leggja okkur alla fram. Í þetta sinn eru Monaco líklegri aðilinn en við förum þangað og leggjum allt í sölurnar.
Arsene Wenger

Comments

comments