Uncategorized — 17/11/2012 at 14:54

Frábær sigur gegn Spurs

by

Leikurinn byrjaði ekki vel í dag, en eftir tæpar tíu mínútur var Adebayor búinn að koma Spurs yfir. Spurs voru ekki langt frá því að komast í 2-0 og Arsenal ekki mættir til leiks.

Þá ákvað Adebayor að hjálpa sínu gamla liði með því að vera rekinn útaf. Eftir þetta var bara eitt lið á vellinum.

Mertesacker jafnaði með sínu fyrsta marki fyrir Arsenal áður en Podolski og Giroud komu Arsenal í 3-1 fyrir hálfleik.

Spursarar gerðu tvær breytingar í hálfleik og virtist eins og þeir væru að komast inn í leikinn þegar Santi Cazorla kom Arsenal í 4-1 eftir góða sendingu frá Podolski. Bale náði að klóra í bakkann áður en Walcott skoraði síðasta mark leiksins.

5-2 niðurstaðan og Arsenal komið uppfyrir Spurs.

SHG

Comments

comments