Uncategorized — 04/04/2015 at 23:54

Frábær sigur á Liverpool – Mörkin í leiknum

by

Giroud_vs_Newcastle

Arsenal halda sigurgöngu sinni í deildinni áfram en þeir fengu Liverpool í heimsókn á Emirates í hádeginu í dag.

Arsenal sýndu stórfína takta í þessum leik en það var Hector Bellerin sem kom Arsenal á bragðið með frábæru marki á 37. mínútu þar sem hann réðst í teiginn og skrúfaði boltan snyrtilega í fjærhornið.

Arsenal kláruðu leikinn á 8 mínútna kafla í fyrri hálfleik en aðeins þremur mínútum síðar var röðin komin að aukaspyrnu frá Mesut Özil sem fór rakleiðis í netið.

Undir lok fyrri hálfleiks varð staðan 3-0. Þar var Alexis Sanchez á ferðinni með sannkallað þrumuskot sem Simon Mignolet í markinu hefði átt að verja en kom ekki vörnum við.

Hector Bellerin gerði sig sekan um mistök á 76. mínútu þegar hann braut á Raheem Sterling innan teigs og vítaspyrna dæmd. Bellerin var á gulu spjaldi fyrir en dómarinn sá ekki ástæðu til að gefa Bellerin annað gult og því slapp hann við brottvísun í þetta sinn við mikinn ófögnuð Liverpool stuðningsmanna. Úr vítinu skoraði svo Jordan Henderson en David Ospina var heldur betur nálægt því að verja vítið.

Giroud lokaði leiknum með glæsilegu marki í uppbótartíma.

Markið hans Bellerin – 1-0
Markið úr aukaspyrnu Özil – 2-0
Mark Alexis Sanchez – 3-0
Brot Bellerin á Sterling og vítið hjá Henderson – 3-1
Mark Giroud undir lokin – 4-1
Seinna gula spjaldið og þar með rautt á Emre Can
Viðtal við markaskorarana Hector Bellerin og Olivier Giroud eftir leik

Comments

comments