Arsenal og Watford mættust á Vicarage Road í gærdag. Özil að spila sinn fyrsta leik eftir EURO og Giroud á bekknum.
Byrjunarliðið: Cech, Bellerin, Holding, Koscielny, Monreal, Xhaka, Cazorla, Walcott, Özil, Oxlade, Sanchez.
Arsenal byrjaði vel í leiknum, fengum vítaspyrnu á 10 mínútu sem Cazorla tók og skoraði, Sanchez sem var frábær í leiknum skoraði svo á 40 mínútu, Sanchez var svo aftur að verki á 45 mínútu þegar hann sendi boltann fyrir markið, beint á kollinn á Mezut Özil sem svo skoraði þriðja mark Arsenal.
Í Síðari hálfleik var Watford sprækara en í þeim fyrri. Pereyra náði að skora fyrir Watford á 57 mínútu. En lengra komst Watford ekki, Lokastaðan 3-1 fyrir okkar menn. Þeir Sanchez, Özil og Xhaka voru frábærir í þessum leik, mínir menn leiksins.
Eftir leik nánast staðfesti Wenger að Arsenal væri búið að semja við Shkodran Mustafi og Lucas Pérez.
Hér er svo allt það helsta úr leiknum. Ásamt því besta frá Mustafi og Pérez af YouTube.
theguardian.com