Leikjaumfjöllun — 27/09/2015 at 09:04

Flottur sigur gegn Leicester

by

Fagna_Leicester

Mikið hefur verið rætt um upphaf Arsenal á þessu tímabili og hvernig þeir séu strax búnir að klúðra titlinum. Að mati marga hefur Arsenal byrjað skelfilega og City hefur byrjað frábærlega. En fyrir umferðina í gær var City “bara” með fimm stiga forksot á Arsenal, og eftir tap þeirra gegn Tottenham þá gat Arsenal minnkað muninn í tvö stig á meðan United gat komist uppfyrir City.

En verkefni Arsenal var ekki auðvelt, leikur á útivelli gegn Leicester sem var eina taplausa lið deildarinnar. En það er óhætt að segja að framherjar Arsenal sem og Alexis hrukku í gang í þessum leik. Walcott skoraði fyrsta markið, Giroud það síðasta en þess á milli skoraði Alexis þrennu í 5-2 sigri Arsenal.

Umfjöllun BBC úr Match off the day má sjá hér.

SHG

Comments

comments