Uncategorized — 09/07/2012 at 14:21

Flottasti innskráningarleikurinn til þessa!

by

Kæru félagar

Að þessu sinni er aðalvinningurinn í innskráningarleiknum flottari en nokkru sinni fyrr. Hann er pakki fyrir TVO í hópferð á vegum Arsenalklúbbsins.

Það er ennþá tími til þess að losna við að borga seðilgjöldin en það er gert með því að borga beint inn á reikning klúbbsins: Bankabók 0143-26-1413, kennitala 620196-2669. Hægt er að gera þetta til og með 15. júlí.

Fullt gjald er 2.800 kr. Minnum einnig á fjölskyldutilboðið okkar (þá er miðað við fólk sem er með sama lögheimili) fyrstu tveir borgi fullt gjald, sá þriðji borgar hálft gjald og aðrir fá frítt.

MUNA að láta kennitölur fylgja með ef verið er að borga fyrir fleiri en einn eða einhvern annan.

Þeir sem síðan vilja bíða eftir greiðsluseðlum þá verður farið í að búa þá til 16. júlí og tími gefinn til 20. ágúst til þess að vera gjaldgengur í innskráningarleik Arsenalklúbbsins 2012.

Kv
Stjórnin

Comments

comments