Uncategorized — 27/04/2013 at 00:24

Flashback vikunnar: Sigurmark Henry gegn Leeds

by

thierryhenry_1432407a

Flashback vikunnar er nýr dagskrárliður á Arsenal.is sem stefnt verður að komi út á föstudögum. Þar eru rifjuð upp gömul mörk eða gömul atvik sem að kitla Arsenal hjartað okkar.

Dagskrárliðurinn er tilvalinn fyrir sumrið þar sem að ártalið er með oddatölu og því er ekkert stórmót í fótbolta þetta árið og því getur sumum leiðst í sumar að fá ekki að sjá Arsenal spark hverja helgi.

Það er því vel við hæfi að hefja þennan dagskrárlið á því að rifja upp markið sem kóngurinn Henry skoraði og kom Arsenal áfram gegn Leeds í FA bikarnum í janúar í fyrra, í sínum fyrsta leik eftir að hafa snúið aftur til félagsins á láni.

Ábendingar um ,,flashback vikunnar” eru vel þegnar og má beina til Eyþórs Ernis en einnig væri gott ef fólk gæti gefið sig fram ef það telur sig hafa betra nafn handa þessum dagskrárlið.

httpv://youtu.be/7TUxR6rFK80

EEO

Comments

comments