Uncategorized — 17/05/2013 at 20:26

Flashback vikunnar: Mark Fabregas gegn Milan

by

Fabregas30_415

 

Flashback vikunnar heldur áfram göngu sinni og í þetta sinn fær Cesc Fabregas heiðurinn á þessari nafnbót.

Það fær hann fyrir Meistaradeildina 07-08 þegar Arsenal gerði 0-0 jafntefli við Milan í fyrri leik 16-liða úrslita, en Arsenal gerði sér lítið fyrir og sigraði AC Milan úti fyrst enskra liða, 2-0. Fabregas skoraði þar fyrsta markið á 84. mínútu leiksins áður en Adebayor gulltryggði sigurinn á 92. mínútu.

Ekki er deilt um mikilvægi marksins en ekki nóg með það að skora mark á þessum tímapunkti á þessum velli í þessari aðstöðu og fara langleiðina með að tryggja Arsenal áfram þarna, þá er markið einstaklega glæsilegt.

Eyþór Oddsson

httpv://youtu.be/SleLoTY3SpM

Comments

comments