Uncategorized — 16/07/2015 at 10:00

Flamini: Akpom verður að byggja á þessu

by

gun__1377772897_flamini_2013_1

Miðjumaðurinn Mathieu Flamini hrósaði unga leikmanninum Chuba Akpom í hástert fyrir frammistöðu hans gegn Singapore í gær.

Líkt og margir vita skoraði Akpom þrennu í leiknum og Flamini trúir að Akpom hafi það sem þarf til að verða að alvöru leikmanni.

,,Hann er í mjög góðu liði og kláraði tækifærin sín vel gegn Singapore. Það er bara mikilvægt fyrir hann núna að halda áfram að hafa trú á sér, leggja hart að sér og sýna að hann hafi gæðin þegar hann fær annað tækifæri.”

,,Stjórinn gaf honum tækifæri gegn Singapore og hann stóð sig vel. Hann brást rétt við hverju tækifæri sem hann fékk og kláraði mörk sín vel.”

,,Þetta verður erfitt gegn Everton því þetta er lið úr ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru mjög líkamlegir en við munum undirbúa okkur vel í að gera allt sem við getum til að vinna”

EEO

Comments

comments