Uncategorized — 29/08/2013 at 14:08

Flamini aftur orðinn leikmaður Arsenal

by

gun__1377772897_flamini_2013_1

Arsenal tilkynnti í dag að Mathieu Flamini hefur skrifað undir 2 ára samning við Arsenal en hann lék með Arsenal á árunum 2004 til 2008 og lék alls 153 leiki. Arsenal hefur þá núna bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi leiktíð og báðir komu þeir í frjálsri sölu.

Flamini er miðjumaður og getur einnig leikið í vörninni. Árið 2008 fór hann á frjálsri sölu frá Arsenal til AC Milan og lék samtals 122 leiki fyrir AC Milan.

Flamini mun leika í treyju númer 20.

 

Comments

comments