Uncategorized — 25/05/2015 at 18:00

Fjórir úr Arsenal í enska landsliðshópnum

by

Kieran Gibbs

Kieran Gibbs, Jack Wilshere, Theo Walcott og Danny Welbeck eru allir í hópi Englendinga í komandi landsliðsverkefni gegn Slóveníu í júní og vináttuleik gegn Írlandi.

Ekkert pláss er þó fyrir Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur verið að glíma við meiðsli, né Carl Jenkinson sem hefur lokið tímabili sínu hjá West Ham United. Jenkinson er í enska U-21 árs landsliðinu ásamt Calum Chambers sem spilar á EM U-21 í sumar.

Þá eru Isaac Hayden og Chuba Akpom í U-20 landsliði Englendinga fyrir komandi landsliðsverkefni í þeim aldursflokki.

Hópur Englendinga í heild sinni:
Markverðir: Robert Green (Queens Park Rangers), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley)

Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Southampton), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United)

Miðjumenn: Ross Barkley (Everton), Fabian Delph (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), Ryan Mason (Tottenham Hotspur), James Milner (Manchester City), Raheem Sterling (Liverpool), Andros Townsend (Tottenham Hotspur), Theo Walcott (Arsenal), Jack Wilshere (Arsenal)

Framherjar: Charlie Austin (Queens Park Rangers), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester City), Danny Welbeck (Arsenal)

EEO

Comments

comments