Uncategorized — 06/08/2014 at 09:00

Fitness þjálfari Arsenal búinn að sannfæra Carvalho að koma til Arsenal?

by

Wiliam Carvalho

Arsene Wenger hefur verið að tala um þau félagsskipti sem Arsenal hefur gert hingað til í sumar. Frakkinn gat ekki falið gleði sína á að hafa fjárhagslegt afl til að koma gæða leikmönnum eins og Alexis Sanchez, Calum Chambers og Mathieu Debuchy til liðsins.

Hann gaf einnig sterka vísbendingu um að Arsenal sé ekki hætt sínum afskiptum í félagasskiptaglugganum, heldur kom hann því til skila að það yrði fleiri kaup á leikmönnum sem munu koma til liðs við Arsenal á næsta tímabili. Og þótt félagið hefur verið orðað við leikmann Real Madrid og Þýskalands, Sami Khedira í allt sumar, tilkynnti The Telegraph að fyrstur af þessum kaupum mun vera William Carvalho, 22 ára leikmaður Sporting Lissabon. Vegna áhyggjur af formi hins þýska, og samningur sé líklega í kringum 50 milljónir punda í kaup og laun fyrir þýska landsliðsmannin.

Fitness þjálfari Arsenal, Shad Forsythe, hefur verið að vinna með miðjumanninum Khedira sem hluti af Þýska landsliðinu og hefur veitt honum meiri sýn á lítið þol leikmannsins og það hefur látið Wenger endurskoða kaup sín á leikmnanninum.

Wenger vill vissulega ekki eyða öllum þessum peningum í leikmann sem að líklega mun missa stóran hluta af tímabilinu, og sú staðreynd að Khedira hefur varið 68 leiki hjá Real Madrid í endurhæfingu á aðeins fjórum leiktíðum, bendir til þess að Forsythe er nú þegar að vinna vinnuna sína og gera eins og honum einum er lagið með að ráðleggja Wenger að einbeita sér að William Carvalho í stað Sami Khedira.

En stóra spurningin er, er William Carvalho virkilega svarið fyrir Arsenal?

Ritari – Davíð Guðmundsson

 

Comments

comments