Uncategorized — 09/07/2012 at 12:07

Fiorentina vill Chamakh

by

Fiorentina á Ítalíu hefur nú samkvæmt fréttum boðið 4 milljónir punda í Marouane Chamakh og segja fréttir að Arsene Wenger hafi meira að segja staðfest það.

Eins og flestir stuðningsmenn Arsenal vita þá hefur ekkert gengið hjá Chamakh undanfarið, hann lék í 19 leikjum á síðustu leiktíð og skoraði aðeins eitt mark. Sagt er að partý lífernið hjá honum og ýmislegt í einkalífi hans falli ekki vel í kramið hjá Arsene Wenger. Eftir góða byrjun hjá Arsenal hefur allt gengið á afturfótunum hjá honum og því telst líklegt að Wenger vilji losa við hann.

Væntanlega munu Arsenal og Fiorentina halda áfram að ræða sín á milli og mun Arsenal ábyggilega reyna að fá meira en 4 milljónir punda fyrir hann.

 

Comments

comments