Uncategorized — 26/07/2011 at 10:09

FIFA bannar línutækni á Emirates Cup

by

FIFA hefur bannað Arsenal að nota svokallaða marklínu tækni sem gera átti tilraunir með að nota á Emirates Cup sem verður nú um næstu helgi. Jafnvel þó að leikirnir í Emirates Cup sé flokkaðir sem vináttuleikir þá fékk Arsenal synjun frá FIFA.

“Það þarf leyfi til að nota þessa tækni og við fengum ekki leyfið, FIFA vill sennilega ekki mismunandi reglur séu notaðar út um allan heim, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að þessi teækni verður sennilega notuð á næstu heimsmeistarakeppni. Að sjálfsögðu vill maður notast við þessa tækni þar sem maður vill fá réttar ákvarðanir frá dómurunum. Því meiri hjálp sem þeir fá því meira verður rétt dæmt. ” Sagði Arsene Wenger um málið.

 

Comments

comments