Uncategorized — 27/10/2012 at 00:09

Fer Arsenal í Adidas búninga 2014-2015 ?

by

Í allan dag hafa verið í gangi fréttir á netinu sem segja að Arsenal sé í samningaviðræðum við Adidas um að verða næstu framleiðendur íþróttafatnaðar Arsenal. Talað er um að Arsenal muni fá 25 milljónir punda á ári en samningurinn við Nike gefur Arsenal núna 13 milljónir punda á ári. Arsenal hefur verið í Nike búningum síðan 1994,í samtals 20 ár þegar samningnum líkur 2014.

Arsenal Nike varningur hefur verið sá þriðji söluhæsti á eftir búningum Manchester United og Barcelona hjá Nike. Arsenal hefur selt um 800.000 treyjur á ári.

Mig líkar betur við Adidas, svo ég græt þetta ekki.

http://www.independent.co.uk/

http://www.dailymail.co.uk/

Comments

comments