Arsenalklúbburinn — 06/07/2017 at 10:49

Félagsgjöldin og innskráningarleikurinn

by

 

Á síðasta aðalfundi Arsenalklúbbsins á Íslandi var ákveðið að hafa félagsgjöld klúbbsins lægri í ár en undanfarin ár. Þau hafa verið 2.800 kr. en þar sem þetta er 35 ára afmælisár klúbbsins þá verða þau 2.500 kr. þetta tímabil.

Eins og undanfarin ár verður Arsenalklúbburinn og Gaman Ferðir með innskráningarleik þar sem aðal verðlaunin eru ferð út á Arsenal leik fyrir tvo.
Um miðjan júlí fer stjórnin í það búa til greiðsluseðla en vilji fólk sleppa við það að borga seðilgjald þá er hægt að leggja beint inn á reikning klúbbsins. En það er gert með því að borga inn á reikning 0143-26-1413, kennitala 620196-2669 og mikilvægt að senda kvittun á gjaldkeri@arsenal.is. Eins og áður segir er fullt gjald í klúbbinn er 2.500kr, en sé um fjölskyldu að ræða þá borga fyrstu tveir fullt gjald, sá þriðji hálft og restin er frí.

Gleðilegt afmælisár,
Stjórn Arsenalklúbbsins á Íslandi.

Comments

comments