Uncategorized — 14/01/2015 at 10:59

Félagi númer 947

by

Gisli

Gísli Heiðarsson er fyrrverandi markmaður með Víði Garði, hann er harður Arsenal maður og svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur.

Af hverju byrjaðir þú að halda með Arsenal? 1971 er þeir voru meistarar og uppá haldið var að sjálfsögðu Charlie George.
Mestu vonbrigðin sem af er þessu tímabili? Það er meiðslalistinn frægi sem virðist aldrei ætla að styttast og frammistaða Callum Chambers í vörninni sem hefur ollið mér vonbrigðum.
Hvað viltu sjá Wenger gera í janúar? Wenger þarf að kaupa varnarmann og djúpan miðjumann það er alveg klárt.
Hefuru farið á Emirates?Já fór á Emirates 2008
En Highbury? 2005 og 2006
Uppáhalds leikmaðurinn þinn fyrr og síðar með Arsenal? Úff það koma margir til greina en eftir smá hugsum þá stendur Patrick Vieira uppúr annars frábærum hóp af snillingum.
Við þökkum Gísla fyrir og hlökkum til að heyra í næsta Arsenal aðdáenda.
SHG

Comments

comments