Uncategorized — 03/09/2014 at 15:24

Félagi númer 100

by

20140831_212936

Guðjón Vilhjálmur Reynisson er félagi númer 100 í klúbbnum, hann er búsettur í Reykjavík en er fæddur og uppalinn í Vogum við Vatnsleysuströnd.

Hver er þín fyrsta minning af Arsenal?
Það er að hafa horft á þá í sjónvarpinu hjá ömmu og afa þegar ég var krakki. Ég man eftir því að ég var mjög hrifinn af litlum vængmanni sem hét George Armstrong.

Hvenær byrjaðir þú að halda með Arsenal?
Þegar þeir komu hingað 1969 og spiluðu við íslenska landsliðið, leikur sem Albert Guðmundsson stóð fyrir og vann Arsenal 3-1.

Hver er þinn uppáhaldsleikmaður allra tíma hjá Arsenal?
Ian Wright Wright Wright!

Varstu svo heppinn að fara á Highbury?
Já, ég fór ásamt syni mínum í “Go” ferðina frægu. Þar sáum við Arsenal gera 3-3 jafntefli við Blackburn.

Hefuru farið á Emirates Stadium?
Já, ég hef farið tvisvar sinnum. Ég sá Arsenal vinna Sunderland 3-2 árið 2007. Margt magnað úr þeirri ferð, ég sá Diaby byrja knattspyrnuleik, ég sá Senderos skora fyrir Arsenal og þetta er eini leikurinn þar sem Sagna var ekki með hvítu lokkana sína. Hann átti ekki góðan dag, var skipt útaf og áhorfendur sungu til hans um að setja upp lokkana aftur. Svo bauð konan mín mér á Arsenal Everton í 9. janúar 2010 þegar ég varð fimmtugur, 2-2 fór sá leikur. Fáir leikir sem ég hef farið á en ég hef séð fullt af mörkum.

 

Comments

comments