Uncategorized — 23/07/2011 at 17:04

FC Cologne – Arsenal 1-2

by

Gervinho var ekki lengi að setja mark sitt á lið Arsenal, það tók hann aðeins 7 mínútur í sínum fyrsta leik að skora og skoraði síðan aftur eftir 15 mínútna leik. Mörkin hans tvö voru ekki einu mörk Arsenal í leiknum sem fór 2-1 fyrir Arsenal en glæsilegt sjálfsmark frá Carl Jenkinson á 45 mínútu var eina markið sem skráðist til Kölnar liðsins. Leikið var á RheinEnergie Stadium í Köln fyrir framan 40.000 áhorfendur. Mikið var um skiptingar í leiknum og greinilegt að Wenger var að prófa sig áfram með liðið. Eitt slæmt atvik átti sér stað í leiknum en Conor Henderson þurfti að yfirgefa leikvanginn á 89 mínútu, líklega alvarlega meiddur.

Hér getið þið séð mörk Gervinho og þetta stórglæsilega sjálfsmark Carl Jenkinson sem líklega getur talist eitt það flottasta sem leikmaður Arsenal hefur gert síðan Lee Dixon skoraði sitt glæsi sjálfsmark árið 1991 gegn Coventry.

httpv://youtu.be/RzWLl9fu6E0
Fyrra mark Gervinho gegn FC Cologne

httpv://youtu.be/NVbM5Jkrngw
Seinna mark Gervinho gegn FC Cologne

httpv://youtu.be/KmJmFnxEM60
Sjálfsmark Carl Jenkinson gegn FC Cologne

httpv://youtu.be/MpSo1aciPqU
Sjálfsmark Lee Dixon árið 1991 gegn Coventry

 

BYRJUNARLIÐIÐ:

Wojciech Szczesny(45)
Laurent Koscielny(45)
Carl Jenkinson(45)
Kieran Gibbs(70)
Thomas Vermaelen (c)(45)
Theo Walcott(45)
Aaron Ramsey(45)
Alex Song(45)
Jack Wilshere(45)
Gervinho(29)
Marouane Chamakh(45)

BEKKURINN:

Lukasz Fabianski(69)
Vito Mannone(45)(69)
Bacary Sagna(45)
Tomas Rosicky(45)
Samir Nasri(45)
Robin van Persie(45)
Carlos Vela(45)
Ryo Miyaichi(29)(45)
Emmanuel Frimpong(45)
Sebastien Squillaci(45)
Johan Djourou(45)
Andrey Arshavin(45)
Conor Henderson(70)(89)
Benik Afobe(89)

 

Comments

comments