Uncategorized — 15/06/2011 at 16:05

Fabregas segist ekki vera að fara neitt

by

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að þrátt fyrir margar fréttir af sér í sumar þá hafi ekkert verið að gerast í hans málum og hann reikni með því að leika áfram með Arsenal.

Fabregas hefur mikið verið orðaður við uppeldisfélag sitt, Barcelona, og var nýlega fullyrt að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, væri búinn að gefast upp og hafi gefið Barcelona leyfi til að ræða við fyrirliðann.

„Ég er Arsenalmaður og er ánægður hjá Arsenal eins og ég hef verið undanfarin átta ár. Það er að vísu aldrei hægt að segja aldrei, því það er svo margt óvænt sem gerist í lífinu, en mín staða er óbreytt. Allt annað eru vangaveltur,” sagði Fabregas við BBC.

“Wenger ræður ferðinni, hann tekur ákvarðanirnar fyrir liðið. Þið ættuð að spyrja hann. En ég var meiddur í lok tímabilsins og hef ekki hitt hann í sex vikur,” sagði Fabregas.

Hann sagðist að sjálfsögðu vera vonsvikinn yfir því að hafa ekki unnið titla með liðinu undanfarin ár.

„Leikmaður sem er ekki svekktur yfir því að missa af titlum er annað hvort að ljúga að sjálfum sér, eða með of lítinn metnað. En við erum með gott lið og góðan stjóra, og einn tryggasta hóp stuðningsmanna í Evrópu. Með þennan grunn er ég viss um að við munum bæta okkur og vinna stóran titil einn góðan veðurdag,” sagði Fabregas.

Comments

comments