Uncategorized — 11/08/2011 at 11:01

Fabregas og Nasri seldir fyrir helgi

by

BBC, Skysports og Telegraph segja öll frá því í dag að mjög líklega verði búið að selja bæði Cesc Fabregas og Samir Nasri fyrir helgi. Fabregas sagan er búin að ganga núna í næstum 2 ár og verður að segjast að flestir stuðningsmenn Arsenal verða fegnir þegar hún verður út af borðinu.

Fabregas mun líklega vera seldur fyrir um 35 milljónir punda. 30 milljónir punda verða greiddar strax og 5 milljónir í einhverjum áföngum. Einnig mun Fabregas gefa eftir um 4 milljónir punda sem Arsenal á að borga honum. Að mínu mati ekki alveg það verð sem maður vildi fá fyrir hann en ég held að þarna spili inn í að stjórnarmenn Arsenal vilji einfaldlega ljúka þessu máli.

Nasri er sagður á leið til Man City fyrir um 22 milljónir punda.

Þetta þýðir að Wenger hefur þá meira en 50 milljónir punda til að kaupa leikmenn í staðinn fyrir þessa tvo. En hvort hann sé tilbúinn að eyða ölum peningnum á síðan eftir að koma í ljós.

Comments

comments