Uncategorized — 05/08/2011 at 21:19

Fabregas ekki með gegn Benfica

by

Cesc Fabregas var á meðal nokkura leikmanna sem fór ekki með til Portúgals nú í kvöld til að spila leikinn gegn Benfica á morgun í Eusebio Cup.

Samir Nasri, Theo Walcott, Koscielny, Bendtner, Eboue og Fabregas fóru ekki með hópnum til Benfica. Wenger sagði í viðtali við Arsenal Player að Fabregas væri einfaldlega ekki tilbúinn undir það að spila leik því hann væri svo nýlega aftur byrjaður að æfa eftir að hafa verið meiddur í langan tíma. Samir Nasri er eitthvað meiddur í vöðva, Walcott, Wilshere og Koscielny eru líka meiddir en þeir Bendtner og Eboue eru á leið frá félaginu og því fóru þeir ekki með.

Í þessu sama viðtali var Wenger spurður að því hvort Arsenal væri nálægt því að kaupa leikmann en Wenger svaraði með einu stóru NEI en bætti síðan við að hann skyldi alveg að stuðningsmennirnir væru orðnir ansi pirraðir á því hversu illa það gangi að styrkja liðið en vonandi næðist að styrkja liðið fyrir komandi tímabil, kannski í næstu viku, hver veit ?

Leikur Arsenal og Benfica er klukkan 18:45 á morgun.

Hópurinn sem fór til Portúgals er:

Arshavin
Chamakh
Djourou
Fabianski
Frimpong
Jenkinson
Miyaichi
Traore
Miquel
Ramsey
Rosicky
Sagna
Song
Szczesny
Van Persie
Vermaelen
Squillaci
Lansbury
Gervinho

Comments

comments