Uncategorized — 18/05/2012 at 16:51

Fabianski vill burt

by

Lukasz Fabianski, markvörður vill komast burt frá Arsenal eftir að hafa enn eina leiktíðina þurft að sitja á bekknum hjá Arsenal en hann hefur nú endanlega tapað byrjunarliðs sæti sínu til Wojciech Szczesny. Fabianski sagðist hafa viljað komast frá Arsenal í Janúar en Arsene Wenger hefði ekki samþykkt það.

“Ég vona að ævintýri mínu hjá Arsenal sé senn að ljúka.” Sagði Fabianski í viðtali við Pólska dagblaðið Gazeta Wyborcza í gær.

“Ég hef í hyggju að fara frá Arsenal og spila í sterkri deild, ég vildi fara í Janúar en Wenger leyfði það ekki.”

Fabianski á að baki 20 landsleiki fyrir Pólland og gekk til liðs við Arsenal fyrir 5 árum síðan en hann er núna 27 ára. Hann hefur átt að stríða við meiðsli og hefur síðan gerst sekur um nokkur stór misök í marki Arsenal. Hann hefur nú verið kallaður í 26 manna hóp Póllands fyrir EM sem verður haldið í Úkraínu og Póllandi í sumar en búist er við því að hann þurfi þar enn og aftur að sitja á bekknum.

 

Comments

comments