Uncategorized — 29/05/2014 at 10:47

Fabianski á leið til Swansea.

by

Soccer - FA Cup - Fourth Round - Arsenal v Coventry City - Emirates Stadium

Samkvæmt Arsenal.com þá hefur Lukasz Fabianski samið við Swansea City um að spila með þeim á næstu leiktíð.

Fabianski sem er 29 ára spilaði 78 leiki fyrir Arsenal og hélt markinu hreinu í 25 þeirra. Fabianski var eins og við vitum lykilmaður á bakvið nýjasta titil Arsenal og átti stórleik gegn Wigan í undanúrslitum FA bikarsins þegar hann varði tvær vítaspyrnur og kom liðinu í Úrslitin. Þó Lukaz hafi ekki spilað mikið seinustu tvö tímabil þá er augljóst að hann hefur þroskast mikið á milli stangana og er greinilega á góðri leið að verða topp markmaður.

Við hjá Arsenal.is viljum auðvitað þakka honum fyrir unnin störf á seinustu sjö árum og óskum honum velferðar með sínu nýja liði.

Magnús P.

Comments

comments