Uncategorized — 26/01/2015 at 19:27

FA Bikarinn: Arsenal mætir Middlesbrough

by

Arsenal FA Cup Victory Parade
Titilvörnin heldur áfram

Rétt í þessu var verið að draga í fimmtu umferð í FA bikarnum en Arsenal fær heimaleik gegn Middlesbrough.

Middlesbrough hafa sannað í vetur að það má ekki vanmeta þá. Þeir eru í 2. sæti í Championship deildinni og gerðu sér lítið fyrir og unnu Manchester City 2-0 á Etihad um helgina, líkt og Arsenal gerði helgina þar áður.

Fjórða umferðin var ein sú ótrúlegasta umferð í manna minnum í bikarnum þar sem að Arsenal og West Ham eru einu liðin í efstu átta sætunum sem fara beint upp í fimmtu umferð.

Ótrúleg úrslit þar sem City, Chelsea, Tottenham og Southampton féllu úr leik, þá gerði Man Utd sér ferð til Cambridge og tókst ekki að skora gegn D-deildarliðinu og þarf nýjan leik á Old Trafford.

Sömu sögu er að segja af Liverpool sem fékk Bolton í heimsókn þar sem hvorugu liðinu tókst að skora og mætast þau aftur á heimavelli Bolton.

Drátturinn í heild sinni:
Crystal Palace – Liverpool/Bolton
Arsenal – Middlesbrough
Aston Villa – Leicester City
West Brom – West Ham
Bradford City – Sunderland/Fulham
Blackburn Rovers – Rochdale/Stoke City
Derby County – Reading
Preston/Sheffield United – Cambridge/Man Utd

EEO

Comments

comments