Uncategorized — 21/07/2011 at 11:33

Everton hafnar tilboði Arsenal í Jagielka

by

Samkvæmt fréttum frá Liverpool þá var 10 milljóna punda tilboði Arsenal í Phil Jagielka hafnað í gærdag. Í sömu fræett er sagt frá því að Arsenal hafi reynt að kaupa Jagielka í fyrra sumar og þá hafi Arsenal boðið 12 milljónir punda. Það er því greinilegt að enn er Arsenal að reyna að komast upp með það að bjóða undir markaðsvirði.

Everton vill fá um 20 milljónir punda fyrir Jagielka sem liðið keypti árið 2007 fyrir um 4 milljónir punda. Það er því stóra spurningin hvað Wenger gerir næst en þeir miðverðir sem hafa verið orðaðir við Arsenal í sumar eru Gary Cahill sem er talinn kosta um 17 milljónir punda og Christopher Samba sem er líklega metinn á 12 milljónir punda.

Comments

comments