Uncategorized — 23/05/2012 at 10:56

Wenger snýr sér til Capoue í stað M’Vila

by

Ensku blöðin The Sun og The Times segja bæði í dag að Arsene Wenger hafi snúið sér frá áhuga á Yann M’Vila og sé núna að undirbúa tilboð í hinn 23 ára gamla Etienne Capoue sem spilar með Toulouse. Verðmiðinn á M’Vila er talið vera um 18-23 milljónir punda en verðmiðinn á Capoue um 10 milljónir punda og er það talið ein af höfuð ástæðunum fyrir þessum snúningi.

Capoue hefur leikið 143 leiki fyrir Toulouse og skorað 6 mörk og er talinn vera einn efnilegasti varnar sinnaði miðjumaðurinn í Frönsku deildinni.

Það er þó spurning hversu mikið sé til í þessum fréttum en eins og flestir Arsenal menn vita þá er talið afskaplega ólíklegt að Wenger muni eyða 18-23 milljónum punda í einn leikmann miðað við hans sögu á leikmannamarkaðnum.

Bæði Manchester City og Inter Milan hafa áhuga á að klófesta Yann M’Vila í sumar og það getur reynst erfitt fyrir Arsenal að keppa við þau lið, launalega séð og þá sérstaklega Manchester City.

Hér er smá myndband sem sínir Capoue í ACTION.

 

Comments

comments