Uncategorized — 01/09/2014 at 09:30

ESPN: William Carvalho vill til Arsenal

by

Wiliam Carvalho

William Carvalho leikmaður Sporgin Lisbon í Portúgal vonast eftir því að Arsenal muni festa kaup á sér á lokadegi félagsskiptagluggans, hafið er eftir fjölmiðlum ESPN.

Carvalho, sem að er talinn einn efnilegasti ungi miðjumaður í heiminum í dag, og hafa mörg lið sýnt þessum leikmanni áhuga, en þar má nefna helst Manchester United og Norður Lundúnar liðið Arsenal.

Þótt að Carvalho freistist til að fara til Manchester United, en leikmaðurinn sjálfur hefur sagtvilja spila fyrir lið sem að er í Meistaradeildinni, og búist er við því að Arsenal muni festa kaup á leikmanninum á lokadegi félagsskiptagluggans sem að lokar í dag.

Hvert skref þarf að vera fjárhagslega skynsamlegt samkvæmt Arsene Wenger, hins vegar gæti samningurinn hljómað uppá 24 milljónir punda, sem að gæti verið áhyggjuefni fyrir þjálfarann.

Carvalho sem að er 22 ára, mundi svo sannarlega bjarga langtíma vandamálum Arsenal á miðsvæði liðsins og getur gefið aukinn valkost, sérstaklega þar sem áhyggjur eru af meiðslum hjá fyrirliðanum Mikael Arteta.

Sporting hafa nú þegar selt Marcos Rojo til Manchester United í sumar, þrátt fyrir að vandræði séu með atvinnuleyfi leikmannsins á Englandi, en samt hafa þeir hafa náð að halda Alsírska landsliðsmanninum Islam Slimani, sem að þótti vera mikið efni á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu og vakti athygli margra liða.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments