Uncategorized — 20/04/2013 at 16:42

Erfiður sigur gegn Fulham

by

mertesacker

Okkar menn þurftu svo sannarlega að hafa fyrir því að sigra 1-0 gegn spræku Fulham liði á Craven Cottage í dag. Það var ekki að sjá á leik liðanna að Fulham menn voru manni færri frá 11. mínútu til þeirrar 89. en þeir mættu sprækir en varnarleikurinn í dag var þokkalegur.

Arsenal braut ísinn og skoraði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks uppúr aukaspyrnu, en “slappur” skalli Laurent Koscielny rataði þá framhjá Mark Schwarzer þar sem Mertesacker var fljótur að átta sig og hljóp á undan varnarmönnum Fulham og skallaði í autt net.

Olivier Giroud verður í leikbanni í næsta leik sem er gegn Manchester United á Emirates á sunnudaginn en hann fékk einnig rautt undir lok leiksins fyrir háskatæklingu.

Verður að segjast að þetta sé afar mikilvægur sigur en nú er Arsenal í þriðja sæti og fimm stigum á undan Tottenham í því fimmta og tveimur á undan Chelsea, en bæði liðin eiga tvo leiki til góða. Chelsea spilar við Liverpool á Anfield á morgun og Tottenham fær Manchester City í heimsókn.

Eyþór Oddsson

Comments

comments