Uncategorized — 03/07/2011 at 14:28

Er Valbuena maðurinn í staðinn fyrir Nasri

by

Eins og allir Arsenal stuðningsmenn ættu nú að vera farnir að vita þá er lítið sem meira er um talað þessa daganna heldur en Samir Nasri, Gael Clichy og Cesc Fabregas. Fabregas á víst að vera að fara til Barcelona, Clichy til Manchester City og svo virðist sem Manchester City og Manchester United séu að berjast um að ná til sín Samir Nasri. En hvað gerist í framhaldinu veit enginn.

Ef Samir Nasri fer þá þarf að kaupa góðann leikmann í hans stað. Fréttir segja að Mathieu Valbuena sé maðurinn sem Wenger hafi áhuga á að fá þ.e ef Nasri fer. Valbuena er 26 ára og spilar fyrir Marseille og segja fréttir að hann sé falur fyrir 14 milljónir evra.

Valbuena hefur leikið með Marseille síðan árið 2006, hann hefur skorað 16 mörk í 138 leikjum. 8 landsleikir fyrir Frakkland og 2 mörk. Mér persónulega finnst það ekkert til að hrópa húrra yfir.

Lítum á myndband af kauða.

httpv://www.youtube.com/watch?v=TQ-PHwhUOpk

Comments

comments