Uncategorized — 16/07/2011 at 00:59

Er þetta orðin þráhyggja eða ?

by

Fabregas sagan er að taka heldur betur undarlegar beyjur þessa dagana. Hvorki meira né minna en eitt stykki bæjarstjóri í heimabæ Fabregas segir nú að Arsenal hafi rænt Fabregas árið 2003 og að hann vilji fá hann aftur 🙂

Þessi snillingur heitir Estanislau Fors i Garcia og er bæjarstjóri í Arenys de Mar og orðrétt er haft eftir honum “Við viljum hann strax, hann er að upplifa það að vera rændur, ef Englendingar eru svo heiðvirðir þá ættu þeir að haga sér almennilega.”

Það er ekki nóg með að bæjarstjórinn sé að ropa út úr sér vitleysu heldur hefur Barcelona frátekið treyju númer 4 og í raun tekið hana af Thiago. Ef maður skoðar leikmannalista Barcelona þá sér maður að Gerard Pique er númer 3 og mitt á milli hans og Carles Puyol sem á treyju númer 5 er nafn Thiago, en ekkert númer er við nafn Thiago. Það sama á við þegar reynt er að kaupa treyju með nafninu Thiago, hann hefur ekkert númer.

Ég er farinn að halda að þetta sé farið vera ansi mikil þráhyggja hjá þessum blessuðu mönnum.

Comments

comments