Uncategorized — 13/09/2014 at 08:30

Er þetta byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Manchester City í dag?

by

Byrjunarliðið í dag?

Í dag klukkan 11:45 mun Arsenal mæta liði Manchester City sem að eru núverandi englandsmeistarar. 10 Ágúst síðastliðin þá sigraði Arsenal 3 – 0 í Samfélagsskyldinum gegn Manchester City og í þeim leik skoruðu Cazorla, Ramsey og Giroud.

Búist er við að þrír af nýju leikmönnum Arsenal í leiknum en sá allra nýjasti er Danny Welbeck sem að kom til liðsins frá Manchester United, og kom það mörgum í opna skjöldu en þessi kaup voru gerð í kjölfar að Olivier Giroud meiddist og verður frá fram yfir áramót.

Talið er að Welbeck muni vera fremstur í stórleiknum í dag, Sanogo hefur verið fyrsta val Wenger í nokkrum leikjum á þessu tímabili og gæti hann því byrjað leikinn gegn City.

Leikurinn hefst klukkan 11:45 á íslenskum tíma og hvetjum við alla stuðningsmenn Arsenal að horfa á leikinn og hvetja liðið áfram og vonast eftir tvem sigrum í röð gegn sterku liði Manchester City.

Ritari – Davíð Guðmundsson

Comments

comments