Uncategorized — 11/08/2011 at 10:05

Er Scott Dann miðvörðurinn sem vantar ?

by

Samkvæmt upplýsingum frá Englandi er Arsenal nú að semja við Scott Dann, miðvörð Birmingham um kaup og kjör og er vonast eftir því að því verði jafnvel lokið fyrir helgi. En eins og flestir vita þá hefur Arsenal verið orðað við Jagielka, Cahill og Samba í allt sumar sem eru allt miðverðir. En líklegt þykir að Wenger þyki verðmiði þeirra of hár og hefur því leitað til Birmingham sem féll úr Úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Chelsea, Liverpool og Aston Villa höfðu fyrr í sumar öll áhuga á að kaupa Scott Dann þó aldrei hafi orðið af því að hann hafi verið keyptur. Nú lýtur út fyrir að Arsenal sé liðið sem sé á leið að landa þessum 24 ára miðverði sem gekk til liðs við Birmingham árið 2009 frá Coventry fyrir um 3,5 milljónir punda. Síðustu leiktíð sína hjá Coventry var hann meðal annars fyrirliði Coventry. Dann er 188 cm á hæð og hefur leikið 60 leiki fyrir Birmingham og skoraði í þeim 3 mörk. Talið er að verðmiðinn á Dann sé um 6-7 milljónir punda

En hvort að þetta er akkúrat þessi reynslumikli, stóri og sterki miðvörður sem Arsenal vantar veit ég ekki ??

Comments

comments