Uncategorized — 25/06/2012 at 22:06

Er Giroud kominn?

by

Verður svarið eiginlega ekki bara að vera já?

Wenger hefur talað um það opinberlega að líkurnar séu 90% og núna í dag var forseti Montpellier að kveðja Giroud. Óskaði honum góðs gengis hjá Arsenal.

Arsenal F.C. hafa aldrei flýtt sér að opinbera kaup eða sölur enda vilja þeir ekki bara bíða eftir því að blekið þorni, heldur bíða þeir einnig eftir staðfestingar frá FA, UEFA og FIFA áður en þeir opinbera félagaskipti tengd klúbbnum.

Við Arsenalmenn ættum þó ekki að þurfa að bíða eftir þessari tilkynningu leng í viðbóti. Flestir eru þó eflaust að bíða eftir tilkynningu varðandi Robin van Persie.

SHG

Comments

comments