Uncategorized — 24/01/2013 at 12:22

Enn leka upplýsingar af æfingasvæðinu á netið

by

article-2265180-1710FB4F000005DC-590_634x392

Um daginn lak listi um sektakerfi sem er í gangi hjá leikmönnum Arsenal og nú er það eitt stykki æfinga prógram og að þessu sinni er það Craig Eastmond sem lætur sínar æfingar  á netið. Það er því spurning hvort Wenger muni kalla Eastmond á teppið.

Wenger var einmitt spurður um þetta á fréttamannafundi um daginn og sagði hann “Mér þykir þetta meira leiðinlegt en að ég fari í eitthvað uppnám út af þessu, það er nefnilega þannig að það sem gerist inn í búningsklefanum á að vera algjört einkamál, mér þykir því þetta mjög leiðinlegt að upplýsingum sem eiga að vera einkamál séu settar á netið, handa öllum.”

list

Þetta er listinn sem segir til um það hvað leikmenn fá mikla sekt fyrir hin ýmsu brot.

aefingakerfi

Þetta er æfingakerfið sem Eastmond lét á Twitter síðu sína.

 

Comments

comments