Uncategorized — 01/07/2011 at 16:10

Enginn búinn að bjóða í Oxlade-Chamberlain

by

Samkvæmt Nigel Adkins, stjóra Southampton þá hefur Arsenal ekki enn boðið krónu í ungstirnið Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur sterklega verið orðaður við Arsenal í allt sumar. Það virðist sem Arsene Wenger sé að bíða eftir einhverju með að bjóða í Alex.

“Á þessari stundu er hann við æfingar í Solent University með öðrum leikmönnum. Ég átti samtal við Alex í síðustu viku þar sem hann var einnig við æfingar. Hann virkilega elskar Southampton, það er svo einfalt.”

“Hann var sagður vera á leið frá félaginu í Janúar en ekkert gerðist, það er búið að segja í allt sumar að hann sé að fara en ekkert hefur gerst ennþá, ég er viss um að ef Arsenal vill bjóða í Alex þá gera þeir það eftir réttum leiðum. En líklega eru stjórnarmenn Arsenal uppteknir við það að halda sínum bestu leikmönnum þessa daganna.”  Sagði Adkins.

 

Comments

comments