Uncategorized — 28/01/2015 at 10:24

,,Endurkoma Theo og Özil mun hafa mikil áhrif”

by

Theo Walcott

Alex Oxlade-Chamberlain var í viðtali við heimasíðu Arsenal þar sem hann talar um að stór nöfn hafi verið lengi frá á tímabilinu og þeir muni koma til með að spila stórt hlutverk.

Aaron Ramsey, Theo Walcott og Mesut Özil nefnir hann sérstaklega en þeir hafa allir verið meiddir í meira en mánuð í heildina á þessu tímabili.

Alex Oxlade-Chamberlain:
Stóran hluta af tímabilsins höfum við verið án Mesut Özil, Aaron Ramsey og Theo Walcott. Það er bara gott fyrir okkur að fá þá til baka og ég er viss um að þeir komi til með að spila stórt hlutverk.

Þetta hefur verið skrítið og óstöðugt tímabil. Við höfum oft átt betri byrjun en ef þú lítur á þetta í augnablikinu þá erum við enn þarna í kringum baráttuna og það er fullt af fótbolta eftir.

Við erum enn í mjög góðri stöðu í Meistaradeildinni, erum enn í FA bikarnum og í deildinni er jafnt milli liða í baráttunni um 3. sætið.

Chelsea hafa enn forskot yfir allt en ég held að þetta verði spennandi hvernig þetta mun enda þar sem það er mikið eftir.

EEO

Comments

comments