Uncategorized — 14/04/2015 at 11:40

En fá Wilshere, Diaby og Gnabry mínútur með U-21 liðinu

by

Diaby

Jack Wilshere var fyrirliði U-21 liðinu þegar það tapaði 0-1 fyrir Reading á Emirates í gær. Auk hans spiluðu þeir Abou Diaby og Serge Gnabry.

Eina mark leiksins skoraði Niall Martin Keown með skalla eftir hornspyrnu á 8. mínútu. Ljóst er að hann er eitthvað að læra frá föður sínum en faðir hans er Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

Diaby spilaði í klukkustund, Wilshere var tekinn útaf rétt fyrir leikslok á meðan Gnabry kláraði leikinn. Allt jákvætt í sóknarleik Arsenal fór í gegnum Wilshere og var hann óheppinn að skora ekki. Af leiknum að dæma þá er hann tilbúinn að koma inn í aðalliðið á meðan Diaby og Gnabry þurfa fleiri mínútur undir beltið.

SHG

Comments

comments