Uncategorized — 03/08/2013 at 20:28

Emirates Cup: Giroud enn og aftur á skotskónum

by

olivier-giroud_2352223b

Arsenal 2 – 2 Napoli
0-1 Lorenzo Insigne (‘6)
0-2 Goran Pandev (’29)
1-2 Olivier Giroud (’73)
2-2 Laurent Koscielny (’87)
Okkar menn í Arsenal mættu í dag Napoli í fyrsta leiknum á Emirates Cup. Það má með sanni segja að það hafi verið á brattan að sækja eftir hálftíma leik en Goran Pandev og Lorenzo Insigne voru þá búnir að koma Napoli í 2-0.
Okkar menn gáfust þó ekki upp og uppskáru jafntefli. Olivier Giroud hefur verið sjóðheitur á undirbúningstímabilinu og minnkaði muninn í 2-1 þegar korter lifði leiks. Það var síðan Laurent Koscielny sem jafnaði leikinn þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Arsenal eru því komnir með þrjú stig í keppninni en það óhefðbundna fyrirkomulag er að sigur gefur fjögur stig meðan að jafntefli gefur þrjú en Arsenal mætir Galatasaray á morgun sem unnu Porto í hinum leik riðilsins.
Eyþór Oddsson

 

Comments

comments