Uncategorized — 01/08/2014 at 01:40

Emirates Cup 2014

by

gun__1368619539_emirates_cup_trophy

Emirates Cup 2.-3. ágúst 2014.
Emirates Cup eins og flestir ættu að vita er fjagra liða mót sem haldið er á hverju ári af Arsenal á heimavelli þeirra Emirates Stadium. Fyrsta mótið haldið árið 2007 og sigraði Arsenal það mót. Ekki hefur alltaf gengið það vel hjá okkar mönnum en í ár verður vonandi titillinn okkar aftur.

first emirates cup

Í ár eru eins og fyrr sagði fjögur lið sem mæta og eru þau öll frá evrópu að þessu sinni. Arsenal Frá Englandi, Benfica frá Portúgal, Monaco frá Frakklandi og Valencia frá Spáni, þess má einnig geta að Valencia er að keppa á þessu móti í annað skipti.

emirates

Mótið er skemmtilega sett upp og ýtir vel undir sóknarleik. Eins og áður spilar hvert lið tvo leiki, gefin eru stig eins og í venjulegri deildarkeppni eða þrjú stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli. En það sem gerir þetta mót skemmtilegt er að gefið er stig fyrir hvert mark sem liðið skorar og ef að lið eru jöfn að stigum og með sama markahlutfall þá telja skot á mark næst þar á eftir.

Eins og fyrr segir eru liðin í ár Arsenal, Benfica, Monaco og Valencia.

200px-SL_Benfica_logo
Benfica kemur frá borginni Lisbon í portúgal. Benfica urðu portúgalskir meistarar á seinasta tímabili með sjö stiga forskot á næsta lið. Liðið var stofnað árið 1904 og varð því 110 ára á þessu ári. Benfica hefur unnið sjötíu og tvo titla í gegnum tíðina og þar af eru þrjátíu og þrír deildarmeistara titlar og er í dag eina liðið sem hefur unnið alla mögulega titla sem hafa verið í boði í Portúgal.

AS_Monaco_(2013)
Monaco leikur í frönsku deildinni en kemur frá smáríkinu Monaco sem er staðsett í suðaustur hluta frakklands við miðjarðarhafið. Félagið var stofnað 1.ágúst 1919 og er því 95ára í dag. Liðið lenti í öðru sæti í frönsku deildinni í vor níu stigum á eftir PSG. Monaco sem hefur unnið Frönsku deildina sjö sinnum og seinast árið 2000 hefur einnig tryggt sér fimm bikarsigra og einn titil í evrópukeppni bikarhafa(forveri europaleague) og svo vann liðið Meistaradeildina 2004.
Þess má einnig geta að Thierry Henry og Emmanuel Petit spiluðu báðir með Monaco undir stjórn okkar kæra stjóra Arsene Wenger sem þjálfaði liðið frá 1987-1994

valencia
Valencia var stofnað í samnefndri spænskri borg árið 1919 og er því eins og Monaco 95ára í ár. Liðið endaði í áttunda sæti í spænsku deildinni á seinasta tímabili en hefur oft gengið töluvert betur en það. Liðið hefur unnið deildina sex sinnum og bikarinn sjö sinnum. Valencia hefur komist tvisvar í úrslita leik meistaradeildarinnar (2000 og 2001) en ekki haft erindi sem erfiði, en geta þó huggað sig við það að hafa unnið margar af þeim evrópsku keppnum sem hafa verið í gegnum tíðina. Þar er kannski helst að nefna fyrir okkur Arsenal stuðningsmennina, evrópukeppni bikarhafa 1980 þegar Valencia hafði betur gegn Arsenal í vítaspyrnu keppni.

val-ars-1980

Hvernig sem leikar fara þá verður gaman að fylgjast með þessum liðum takast á á Emirates vellinum og vonandi fáum við að sjá stjörnur þessara liða ásamt stjörnum framtíðarinnar spila fótbolta eins og hann gerist bestur. Arsenal mætir Benfica á laugardag og Monaco á sunnudag en leikirnir fara fram kl. 16:20 að staðartíma í London.

Magnús P.

Comments

comments