Uncategorized — 17/07/2015 at 12:22

Ekkert tilboð frá Arsenal í Karim Benzema

by

OllievsNewcastle

,,Ég veit ekki hvaðan þessi saga kemur en það er allavega ekkert að gerast í augnablikinu,” er haft eftir Arsene Wenger á vefmiðli SkySports í dag.

The Sun greindi frá því að Arsenal væri að undirbúa 40 milljóna punda tilboð í franska framherjan Karim Benzema hjá Real Madrid en ekkert virðist vera til í þeim orðrómi.

Ekki er talið mjög líklegt að Wenger bæti við sig framherja í hóp sinn, en Olivier Giroud hefur undanfarið verið aðal framherji liðsins, en einnig spiluðu Theo Walcott, Alexis Sanchez, Danny Welbeck og Chuba Akpom þar á seinustu leiktíð.

Wenger hefur því um marga kosti að velja í framherjastöðuna en Akpom skoraði þrennu í vináttuleik gegn Singapore Select XI á miðvikudag, ásamt því að Theo Walcott skoraði þrennu gegn West Brom í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar á seinustu leiktíð.

EEO

Comments

comments