Uncategorized — 29/06/2011 at 16:03

Ekkert lið enn boðið í Cahill

by

Samkvæmt fréttum hefur Arsenal ekki enn boðið krónu í varnarmannin Gary Cahill sem leikur með Bolton. En samt sem áður er því stöðugt haldið fram að Arsenal ætli sér að krækja í þennan varnarmann sem er talinn vera einn besti enski varnarmaðurinn sem er spilandi í dag.

Bolton vill fá um 17 milljónir punda fyrir Cahill en það verður að teljast ansi ólíklegt að Wenger sé tilbúinn að bjóða svo mikið í hann og er þá nefnt helst leikmanna skipti og svo einhver peningur á milli. Bendtner, Henri Lansbury og Ignasi Miquel eru þá helst taldir til sögunar.

Vitað er að Manchester City, Liverpool og Tottenham höfðu áhuga á að kaupa Cahill í sumar en ekkert lið hefur enn boðið í hann að sögn frétta.

httpv://www.youtube.com/watch?v=ypn-cdjpKyI

Comments

comments